Veður

Suð­vestan­átt og kólnandi veður

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er kólnandi veðri með hita um frostmark seinnipartinn.
Spáð er kólnandi veðri með hita um frostmark seinnipartinn. Vísir/Vilhelm

Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni.

Reikna má með skúrum eða éljum á vesturhelmingi landsins, en úrkomulitlu veðri eystra. Kólnandi veður með hita um frostmark seinnipartinn.

„Hægt kólnandi í dag og frost víðast hvar seinni partinn. Í kvöld snýst í norðan 5-13 m/s með éljum norðantil en birtir til syðra.

Á morgun er síðan útlit fyrir hæðarhrygg yfir landinu og fremur hægum vindi, bjartviðri og frosti.“

Enn er viðvörun á vef Veðurstofunnar þar sem segir að búast megi við krapaflóðum, vatnsflóðum og skriðum samfara úrkomu og hlýindum á vestanverðu og norðanverðu landinu.

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands en þykknar upp og hlýnar við vesturströndina um kvöldið.

Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt, 8-13 m/s. Rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig undir kvöld.

Á föstudag: Suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Kólnar með éljum þegar líður á daginn.

Á laugardag: Allhvöss suðvestanátt og slydda eða snjókoma, en rigning suðaustanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn.

Á sunnudag: Suðvestlæg átt með éljum á vesturhelming landsins, en annars bjart með köflum. Talsvert frost, víðast hvar.

Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt með stöku éljum, en þurrt austantil. Kalt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.