Bruno ósáttur með að þéna ekki jafn mikið og launahæstu leikmenn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:01 Samkvæmt The Athletic þénar Ronaldo fjórfalt meira en Fernandes. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bruno Fernandes hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Manchester United þar sem hann er ósáttur með að samningurinn gefi honum ekki hærri laun en raun ber vitni. Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira