Erlent

Fyrrverandi forseti Malí er látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ibrahim Boubacar Keita, fyrrverandi forseti Malí, er látinn 76 ára að aldri.
Ibrahim Boubacar Keita, fyrrverandi forseti Malí, er látinn 76 ára að aldri. AP/Ludovic Marin

Ibrahim Boubacar Keita, fyrrverandi forseti Malí sem komið var frá völdum af her landsins árið 2020 eftir sjö ára valdatíð, er látinn. Keita var 76 ára gamall.

Keita tók við embætti forseta Malí í september 2013 og sinnti embættinu þar til í ágúst 2020. Tímabilið einkenndist af miklum óstöðugleika, öfgahópar íslamista sölsuðu undir sig stór landssvæði og ofbeldi milli þjóðflokka jókst gífurlega. 

Sögusagnir um mikla spillingu og vegna slæmrar efnahagsstöðu landsins var mikil óánægja meðal almennings með störf hans, sem varð til þess að fjöldi fólks fór að mótmæla störfum hans í höfuðborginni Bamako árið 2020 og kröfðust afsagnar hans. 

Að lokum var honum bolað af valdastóli af her landsins, hvers leiðtogi fer enn með völd þrátt fyrir mikil mótmæli alþjóðasamfélagsins. 

Enn liggur ekki fyrir hver dánarorsökin var en fyrrverandi aðstoðarmenn Keita segja hann hafa verið heilsulítinn og reglulega sótt sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landssteinana. Hann hafi látist á heimili sínu í Bamako, þar sem hann var í stofufangelsi þar til nýlega. 


Tengdar fréttir

Forseti Malí segir af sér í haldi hersins

Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí, hefur sagt af sér og leyst upp þing landsins. Það gerði hann samkvæmt ríkismiðli landsins og eftir að hann hafði verið handsamaður af hermönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×