Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2022 08:41 Gögn sýna að fólk situr lengur við þegar það drekkur heima en þegar það fer út á lífið. Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira