Erlent

Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekkert hefur verið gefið upp um tengsl unglinganna við gíslatökumanninn.
Ekkert hefur verið gefið upp um tengsl unglinganna við gíslatökumanninn. AP/Brandon Wade

Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag.

Þar skapaðist umsátursástand í ellefu klukkutíma þegar vopnaður maður ruddist inn í bænahúsið á meðan bænastund var streymt og tók fjóra í gíslingu. Á endanum réðust lögreglumenn til inngöngu og felldu árásarmanninn en gíslarnir sluppu heilir á húfi. 

Eftir að í ljós kom að árásarmaðurinn var Englendingur, Malik Faisal Akram, var lögreglunni þar í landi gert viðvart og voru unglingarnir handteknir í kjölfarið. Ekkert hefur þó enn verið gefið upp um tengsl þeirra við gíslatökumanninn.


Tengdar fréttir

Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn

Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að.

Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas

Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.