Þar skapaðist umsátursástand í ellefu klukkutíma þegar vopnaður maður ruddist inn í bænahúsið á meðan bænastund var streymt og tók fjóra í gíslingu. Á endanum réðust lögreglumenn til inngöngu og felldu árásarmanninn en gíslarnir sluppu heilir á húfi.
Eftir að í ljós kom að árásarmaðurinn var Englendingur, Malik Faisal Akram, var lögreglunni þar í landi gert viðvart og voru unglingarnir handteknir í kjölfarið. Ekkert hefur þó enn verið gefið upp um tengsl þeirra við gíslatökumanninn.