Harry freistar þess að fá að greiða fyrir lögregluvernd í Bretlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 08:35 Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar, þarfnast Harry og Meghan enn öryggisgæslu. epa/Peter Foley Harry Bretaprins hefur farið fram á að dómstólar taki fyrir ákvörðun breska innanríkisráðuneytisins um að neita honum um að greiða fyrir lögregluvernd þegar hann og fjölskylda hans heimsækja Bretland. Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira