Cristiano Ronaldo hljómar eins og Brady: Ætlar að spila sex ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 09:30 Cristiano Ronaldo er í afburðaformi. Hér fagnar hann marki með Manchester United á tímabilinu. Getty/Ash Donelon Þeir sem héldu að Cristiano Ronaldo væri kominn „heim“ til Manchester United til að kveðja geta búist við að sjá kappann á stóra sviðinu næstu ári. Hinn 36 ára gamli Portúgali telur sig eiga nóg eftir enn. Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira