Erlent

Hitinn víða upp undir 50 stig

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sumir þola hitann betur en aðrir.
Sumir þola hitann betur en aðrir. epa/David Crosling

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Annarsstaðar náði hitinn víða 48 til 49 gráðum. Það er ekki ýkja langt í að sögulegt met falli en árið 1960 mældist hitinn 50.7 gráður í suðurhluta landsins. 

Síðasta ár var fimmta heitasta árið í sögu Ástralíu og það gerðist þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðið La Nina hafi verið viðvarandi í Kyrrahafinu. La Nina veldur því að hafið dregur í sig meiri hita en vant er í meðalári. 

Hitabylgjan í vesturhluta landsins virðist ekki á undanhaldi en í norðurhluta landsins er hinsvegar spáð miklum rigningum og mögulegum flóðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×