Veður

Gengur á með stormi og élja­gangi vestan­til fram að há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Skyggni og færð gæti spillst fljótt í éljunum og því séu gular veðurviðvaranir í gildi til hádegis.
Skyggni og færð gæti spillst fljótt í éljunum og því séu gular veðurviðvaranir í gildi til hádegis. Vísir/RAX

Það gengur á með suðvestanhvassviðri eða stormi og éljagangi á vestanverðu landinu fram að hádegi, en síðan dregur talsvert úr vindi og éljum. Hægara og bjart með köflum eystra.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að skyggni og færð geti spillst fljótt í éljunum og því séu gular veðurviðvaranir í gildi til hádegis.

„Hægari suðvestlæg átt og úrkomulítið í kvöld. Langt suðvestur í hafi er kröpp og dýpkandi lægð, sem hreyfist allhratt norður á bóginn, en skil hennar fara inn á suðvestanvert landið í fyrramálið. Fer þá að snjóa og mun snjóa í öllum landshlutum einhvern tíma á morgun. Seinni um daginn hlýnar talsvert sunnan og vestan til og fer að rigna.

Þó að ekki sé búist við illvirði í neinum landshluta á morgum er þeim, sem hyggja á ferðlög, bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með snjókomu og hita nærri frostmarki, en suðlægari og slydda, en síðar rigning S-lands síðdegis og hiti 0 til 6 stig þar. Austlægari og snjóar áfram N-lands til kvölds, en snýst síðan í hægari norðvestanátt með éljum.

Á laugardag: Norðvestlæg átt, 8-15 m/s of snjókoma víða á landinu, en hægari og él V-til seinnipartinn. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Gengur í suðvestan 13-18 m/s með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt NA-til.

Á mánudag: Stíf suðlæg átt með rigningu og mildu veðri, en úrkomulítið eystra.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu eða slyddu, en síðar snjókomu og kólnandi veður.

Á miðvikudag: Líklega norðvestlæg átt með dálitlum éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Talsvert frost.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×