Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:15 Boris Johnson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur í „veislu“ í maí 2020 þegar hann svaraði spurningum breskra þingmanna fyrr í dag. AP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54