Íslenski boltinn

Sandra María komin aftur heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra María Jessen er næstmarkahæsti leikmaður Þórs/KA í efstu deild.
Sandra María Jessen er næstmarkahæsti leikmaður Þórs/KA í efstu deild.

Fótboltakonan Sandra María Jessen er gengin í raðir Þórs/KA á ný eftir þrjú ár hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Frá þessu er greint á Akureyri.net. Sandra María byrjaði ung að árum að leika með Þór/KA og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012, þá aðeins sautján ára. Hún skoraði þá átján mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Elínu Mettu Jensen.

Sandra María varð einnig Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, þá fyrirliði liðsins. Eftir tímabilið 2018 hélt hún svo til Leverkusen. Hún hefur leikið 116 leiki í efstu deild hér á landi og skorað 73 mörk. Aðeins Rakel Hönnudóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir Þór/KA í efstu deild (74).

Sandra María, sem verður 27 ára í næstu viku, eignaðist sitt fyrsta barn í september á síðasta ári en snýr aftur á völlinn með Þór/KA í sumar. Akureyrarliðið endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta ári.

Sandra María hefur leikið 31 landsleik fyrir Ísland og skorað sex mörk. Þá lék hún fjölda leikja fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.

Uppfært 12:30

Andrea Mist Pálsdóttir er einnig gengin í raðir Þórs/KA á ný. Á síðasta tímabili lék hún með Vaxjö í Svíþjóð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.