Newcastle nær í framherja frá keppinauti sínum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:30 Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni gegn Burnley. Chris Lee/Getty Images Það stefnir í að Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki samherjar hjá Burnley mikið lengur. Framherjinn frá Nýja-Sjálandi er svo gott sem búinn að skrifa undir hjá nýríku Newcastle United. Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira