Erlent

Viktoría krón­prinsessa greindist aftur með Co­vid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Veiran virðist ekki gera upp á milli kóngafólks og pölulsins.
Veiran virðist ekki gera upp á milli kóngafólks og pölulsins. Epa/FEHIM DEMIR

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar greindist í dag með Covid-19. Þetta er í annað sinn sem prinsessan fær sjúkdóminn en fram kom í mars síðastliðnum að hún og eiginmaður hennar Daníel Prins væru komin í einangrun. Þá veiktust hvorugt þeirra illa.

Viktoría er fullbólusett og með kvefeinkenni en annars hraust, að því er fram kemur í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni. Er hún nú komin í einangrun ásamt fjölskyldu sinni. Smitrakning stendur yfir.

Einnig greinir konungshöllin frá því að röskun verði á opinberum erindagjörðum Viktoríu og Daníels Prins næstu sjö daga vegna þessa.

Silvia drottning og Karl Gústaf konungur eru nú í einangrun.Getty

Karl XIV Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning greindust bæði með Covid-19 á mánudag. Konungshjónin hafa fengið þrjá skammta af bóluefni gegn Covid-19 og finna einungis fyrir vægum einkennum, að sögn konungshallarinnar.

Daniel Urso, samskiptastjóri sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið fyrr í þessari viku að enginn annar meðlimur konungsfjölskyldunnar væri með einkenni sem bentu til Covid-19. Konungshjónin hittu börn sín og barnabörn sín yfir jólahátíðina en ekki er talið að þau hafi smitast af þeim.


Tengdar fréttir

Viktoría prinsessa og Daníel prins með Covid-19

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur greinst með Covid-19 og eiginmaður hennar Daníel Prins sömuleiðis. Þau eru bæði komin í einangrun en sýna enn sem komið er mild einkenni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.