Erlent

Sænsku konungs­hjónin með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Silvia drottning og Karl Gústaf konungur eru nú í einangrun.
Silvia drottning og Karl Gústaf konungur eru nú í einangrun. Getty

Karl Gústaf XVI, konungur Svíþjóðar, og Silvia drottning hafa bæði greinst með Covid-19.

Sænska konungsfjölskyldan greinir frá þessu í tilkynningu, en þar segir að þau hafi bæði greinst í gærkvöldi.

„Konungurinn og drotningin, sem bæði eru fullbólusett með þrjár sprautur, eru með væg einkenni og líður eftir atvikum vel.“

Konungshjónin eru nú bæði í einangrun í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Smitrakning stendur yfir, að því er segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×