Tuchel treystir því að Rüdiger skrifi undir nýjan samning Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 10:00 Samningur Antonio Rüdiger við Chelsea rennur út í sumar. Mike Hewitt/Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera handviss um það að varnarmaður liðsins, Antonio Rüdiger, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sean Hackley meiddur Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sean Hackley meiddur Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira