Tuchel treystir því að Rüdiger skrifi undir nýjan samning Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 10:00 Samningur Antonio Rüdiger við Chelsea rennur út í sumar. Mike Hewitt/Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera handviss um það að varnarmaður liðsins, Antonio Rüdiger, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira