Erlent

Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sérfræðingar í málefnum lansins segja mikla óánægju krauma undir vegna ýmissa mála. Í gær var víða mótmælt vegna hækkunar eldsneytisverðs.
Sérfræðingar í málefnum lansins segja mikla óánægju krauma undir vegna ýmissa mála. Í gær var víða mótmælt vegna hækkunar eldsneytisverðs. epa

Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir.

Forsetinn segir mótmælin skipulögð af „hryðjuverkahópum“ en sérfræðingar segja þau hins vegar mega rekja til undirliggjandi reiði og óánægju með stjórnvöld, sem hafi ekki tekist að færa landið inn í nýja tíma.

Tokayev hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni á næturnar og bannað fjöldasamkomur. Þá hefur hann heitið því að beita hörðum aðgerðum til að kveða niður mótmælin.

Öryggissveitir segjast hafa drepið tugi mótmælenda í borginni Almaty, þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn á lögreglustöð. Að minnsta kosti átta lögreglumenn hafa fallið í átökum.

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu og stjórnarformaður CSTO, hefur staðfest að bandalagið muni senda friðargæsluliða til Kasakstan „í takmarkaðan tíma“. Stjórnvöld í Bandaríkjunum fylgjast vel með ástandinu og hafa hvatt bæði stjórnvöld og mótmælendur til að stíga varlega til jarðar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×