Enski boltinn

Leik Arsenal og Liverpool frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikur Arsenal og Liverpool hefur verið færður fram um viku.
Leikur Arsenal og Liverpool hefur verið færður fram um viku. getty/Stuart MacFarlane

Beiðni Liverpool um að fresta fyrri leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins hefur verið samþykkt. Leikurinn átti að fara fram á Emirates annað kvöld.

Kórónuveiran hefur gert Liverpool erfitt fyrir og búið er að loka æfingasvæði félagsins vegna þess.

Bæði knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og aðstoðarmaður hans, Pepijn Lijnders, eru með veiruna. Þá eru Joël Matip, Alisson og Roberto Firmino smitaðir og misstu af leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þá eru nokkrir leikmenn frá vegna meiðsla.

Sem fyrr sagði átti fyrri leikur Arsenal og Liverpool að fara fram annað kvöld. Þess í stað verður hann á fimmtudaginn í næstu viku, 13. janúar. Seinni leikurinn verður 20. janúar.

Næsti leikur Liverpool er því gegn Shrewsbury Town í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn.

Undanúrslit deildabikarsins hefjast í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Tottenham. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.