WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 16:45 Heilbrigðisstarfsmaður tekur PCR-sýni á spítala í Kolkata á Indlandi. Getty/NurPhoto Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. „Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
„Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49