Erlent

Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsetinn segir það skyldu fólks sem föðurlandsvina að láta bólusetja sig.
Forsetinn segir það skyldu fólks sem föðurlandsvina að láta bólusetja sig. AP/Andrew Harnik

Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna.

Í umfjöllun Guardian um málið segir að margir Bandaríkjamenn velji að taka próf heima og því kunni fjöldi greindra að vera mun hærri en opinberar tölur segja til um. Þó sé einnig vert að hafa í huga að hinar háu tölur kunni að einhverju leyti að skýrast vegna uppsöfnunar eftir jólahátíðina.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tísti um bólusetningar í gær og sagði það skyldu Bandaríkjamanna sem föðurlandsvina að þiggja bólusetningu.

Þúsundir skóla í Bandaríkjunum hafa annað hvort frestað upphafi skólaársins eða skipt yfir í fjarkennslu vegna hraðrar úbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Þá samþykkti matvæla- og lyfjastofnun landsins að heimila örvunarskammt til handa börnum á aldrinum 12 til 15 ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×