Erlent

Ný­fætt barn fannst í rusla­tunnu flug­vélar­salernis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vélin hvar barnið fannst var á leiðinni frá Madagaskar til Máritíus.
Vélin hvar barnið fannst var á leiðinni frá Madagaskar til Máritíus. Nicolas Economou/NurPhoto via Getty

Starfsfólk flugvallar á Máritíus fann nýfætt barn í ruslatunnu inni á salerni flugvélar sem var nýlent á vellinum á nýársdag.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tvítug kona, sem talin er hafa fætt barnið í flugvélinni, hafi verið handtekin. Barnið fannst við reglubundna skoðun tollgæsluliða á vélinni, sem var að koma frá Madagaskar.

Farið var með barnið á spítala og konan látin undirgangast próf sem staðfesti að hún hefði nýlega eignast barn. Hún var lögð inn á spítala undir eftirliti lögreglu.

BBC greinir frá því að konunni og barninu heilsist báðum vel. Ráðgert er að yfirheyra konuna, sem er frá Madagaskar, þegar hún útskrifast af spítala. Í kjölfarið verði hún að öllum líkindum ákærð fyrir að skilja barnið eftir í ruslinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×