Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að það hafi verið mistök að fresta ekki skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Hann á von á háum smittölum næstu daga. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er aðeins einn bólusettur.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Á morgun er skipulagsdagur í grunn- og leikskólum landsins til að bregðast við ómíkrón-bylgjunni. Rætt verður við Helga Grímsson um stöðuna í skólunum og hvort foreldrar megi halda börnum sínum heima kjósi þeir að gera svo.

Í fréttatímanum verður einnig sagt frá skotárás í Kópavogi og bruna þinghússins í Höfðaborg og við hittum flakara á níræðisaldri sem brestur í söng í fiskvinnslunni þegar liggur sérstaklega vel á honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.