Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 16:02 Umboðsmanni barna hefur borist fjöldi ábendinga um að börn þurfi oft að standa úti og bíða lengi eftir að komast í sýnatöku fyrir Covid-19 hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira