Heilsugæsla

Fréttamynd

Vilja ein­falda fólki að komast til sjúkra­þjálfara

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað dauðs­föll á þremur árum

Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í íslenskri heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Heilsu­gæslan flytur tíma­bundið eftir brunann

Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný.

Innlent
Fréttamynd

Sviðnir og sótugir stólar eftir elds­voðann

Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum.

Innlent
Fréttamynd

Árinni kennir illur ræðari

Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­menn segi ljós­mæður hitta konur of oft og of lengi

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk með mis­linga beðið um að taka upp símann

Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið.

Innlent
Fréttamynd

Koll­steypa með dropa­teljara á Akur­eyri

Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann.

Skoðun
Fréttamynd

Oftar veik síðustu tvö ár en ára­tuginn á undan

Heilsa landsmanna hefur farið versnandi síðustu tvö árin samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. Í nýjasta þjóðarpúlsi þeirra segir að Íslendingar hafi verið oftar veikir síðustu tvö ár en áratuginn þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu

Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum

Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­greind komin til starfa hjá Heilsu­gæslunni

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku.

Innlent