Enski boltinn

Ronaldo: Enginn leikmaður Man Utd ánægður með stöðuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ronaldo kvaddi 2021 með marki og nýárskveðju á Instagram
Ronaldo kvaddi 2021 með marki og nýárskveðju á Instagram Matthew Peters/Getty Images

Cristiano Ronaldo segir engan leikmann Manchester United vera ánægðan með hvar liðið er statt um þessar mundir.

Ronaldo sneri aftur til Man Utd í haust eftir farsælan feril hjá Juventus og Real Madrid og hann gerði gengi Man Utd á tímabilinu að umtalsefni í nýárskveðju sem hann sendi fylgjendum sínum á Instagram.

„2021 er á enda og þetta var langt frá því að vera auðvelt ár þrátt fyrir mín 47 mörk í öllum keppnum,“ segir í færslu Ronaldo.

„Hjá Juventus var ég stoltur af því að vinna ítalska bikarinn og ítalska ofurbikarinn auk þess að verða markahæsti leikmaður Serie A. Hjá Portúgal var hápunkturinn sá að vera markahæsti leikmaðurinn. Og að sjálfsögðu mun endurkoma mín á Old Trafford alltaf vera eitt stærsta augnablikið á mínum ferli.“

„Ég er ekki ánægður með það sem við erum að afreka hjá Man Utd. Enginn okkar er ánægður, ég er viss um það. Við vitum að við þurfum að leggja harðar að okkur, spila betur og skila meiru en við erum að gera núna,“

„Látum nýja árið snúa þessu við hjá okkur og komum félaginu þangað sem það á heima,“ segir meðal annars í nýárskveðju Ronaldo.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.