Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 19:01 Romelu Lukaku er ekki sáttur við leikkerfið sem Thomas Tuchel vill spila. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum. Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira