Erlent

Alexa sagði tíu ára barni að snerta raf­magns­kló með klinki

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það getur verið varasamt að fylgja ráðum Alexu í blindni. Amazon Echo-hátalarinn á þessari mynd er ekki sá sem fréttin fjallar um.
Það getur verið varasamt að fylgja ráðum Alexu í blindni. Amazon Echo-hátalarinn á þessari mynd er ekki sá sem fréttin fjallar um. Luke MacGregor/Bloomberg via Getty

Amazon hefur nú uppfært raddstýrða Echo-forritið Alexu, eftir að hún lagði það til að tíu ára barn tæki peningamynt og léti hana snerta rafmagnskló sem stæði hálf út úr innstungu.

„Stingdu símahleðslutæki hálfa leiðina inn í innstungu og láttu svo mynt snerta berskjalda hlutann af klónni,“ sagði Alexa, sem er eins konar stafrænn aðstoðarmaður sem notendur Amazon Echo hátalarans geta talað við og beðið um að sinna ýmsum verkefnum.

Þessu stakk Alexa upp á eftir að stúlkan hafði beðið Alexu um „áskorun“ handa sér. Amazon hefur síðan gert uppfærslu á Alexu til að koma í veg fyrir að hún stingi upp á hættulegu athæfi sem þessu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Ástæða þess að Alexa stakk upp á þessu er að hún leitað að áskorun (e. challenge) á veraldarvefnum og virðist hafa fundið hina svokölluðu Penny-challenge. Áskorunin á rætur sínar að rekja til samskiptamiðilsins TikTok. Athæfið, að láta mynt snerta rafmagnskló sem stendur út úr virkri innstungu getur leitt til raflosts, bruna og fleira tjóns, en flestir málmar leiða rafmagn einkar vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×