Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 11:50 Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt mannréttindasamtökunum Memorial að hætta allri starfsemi. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar. Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar.
Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21
Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45