Erlent

Frakkar herða sótt­varna­reglur

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mjög mikil í Frakklandi síðustu vikurnar.
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mjög mikil í Frakklandi síðustu vikurnar. AP

Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.

Frá 3. janúar næstkomandi verður öllum þeim sem geta það á annað borð gert að vinna heiman frá sér, að því er segir í frétt BBC

Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá verða veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar verða áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. 

Skólar byrja hinsvegar aftur eftir jólafrí eins og áætlað hafði verið eftir áramót og hátíðarhöldum um áramót hefur ekki verið aflýst. 

Veiran dreifist nú hratt um Frakkland og á laugardag smituðust 100 þúsund manns svo staðfest sé. Aldrei hafa svo margir smitast á einum degi í landinu frá upphafi faraldurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×