Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 09:34 Her Mjanmar er sagður hafa myrt á fjórða tug manna á aðfangadag. Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna Save the Children eru týndir í kjölfar ódæðisins. AP/KNDF Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira