Íslenski boltinn

Hermann fann aðstoðarmann sinn á Bretlandseyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dave Bell.
Dave Bell. ÍBV.

Þrautreyndur breskur þjálfari að nafni Dave Bell mun aðstoða Hermann Hreiðarsson við þjálfun fótboltaliðs ÍBV í A-deildinni á næstu leiktíð.

Hermann tók við þjálfun ÍBV í haust eftir að Helgi Sigurðsson stýrði liðinu upp úr Lengjudeildinni.

Bell þessi hefur þjálfað á Bretlandseyjum í meira en 30 ár en hann hefur mikið starfað á Írlandi undanfarin ár þar sem hann var meðal annars þjálfari yngri landsliða kvenna hjá Írum. 

Síðast stýrði hann kvennaliði Shelbourne í írsku deildinni.

Þá hefur hann þjálfað á Englandi, Skotlandi og Wales á löngum þjálfaraferli.

Hann gerir tveggja ára samning við ÍBV. Í tilkynningu Eyjamanna segir að Dave hafi heimsótt Vestmannaeyjar á dögunum og hafi heillast af Eyjunni en hann mun flytja til Eyja í upphafi nýs árs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.