Íslenski boltinn

Guðlaugur til aðstoðar á Skaganum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhannes Karl kominn með nýjan aðstoðarmann.
Jóhannes Karl kominn með nýjan aðstoðarmann. Vísir/Bára Dröfn

Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-deildarliðs ÍA.

Félagið tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Guðlaugur mun aðstoða Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur þjálfað Skagamenn undanfarin ár en liðið hafnaði í níunda sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð.

Guðlaugur þjálfaði Þrótt Reykjavík þegar liðið féll úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Hann hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur starfað ýmist sem aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari hjá FH, ÍBV, ÍR og Keflavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.