Merson líkir Bielsa við Wenger og segir hann eiga erfitt með að aðlagast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 22:31 Marcelo Bielsa er ekki með neitt plan B að mati Paul Merson. Nick Potts/PA Images via Getty Images Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna. Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira