Merson líkir Bielsa við Wenger og segir hann eiga erfitt með að aðlagast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 22:31 Marcelo Bielsa er ekki með neitt plan B að mati Paul Merson. Nick Potts/PA Images via Getty Images Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna. Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira