Enski boltinn

Gefur í skyn að slæm hegðun utan vallar hafi haldið Foden og Grealish á bekknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að slæm hegðun utan vallar verði til þess að leikmenn missi sæti sitt í liðinu.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að slæm hegðun utan vallar verði til þess að leikmenn missi sæti sitt í liðinu. EPA-EFE/ANDREW YATES

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það í skyn að ástæða þess að ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Jack Grealish hafi ekki komið við sögu í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær sé slæm hegðun leikmannana utan vallar.

Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann.

Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu.

„Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola.

Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun.

„Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“

„Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“

Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði.


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Man City í Newcastle

Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×