Gefur í skyn að slæm hegðun utan vallar hafi haldið Foden og Grealish á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 19:31 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að slæm hegðun utan vallar verði til þess að leikmenn missi sæti sitt í liðinu. EPA-EFE/ANDREW YATES Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það í skyn að ástæða þess að ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Jack Grealish hafi ekki komið við sögu í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær sé slæm hegðun leikmannana utan vallar. Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði. Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53