Erlent

Þjóð­verjar skikka Breta í sótt­kví

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Faraldur kórónuveirunnar hefur víða áhrif. Hröð útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins veldur áhyggjum.
Faraldur kórónuveirunnar hefur víða áhrif. Hröð útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins veldur áhyggjum. EPA

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag.

Þjóðverjar hafa fært Bretland upp í hæsta áhættuflokk vegna hraðrar útbreiðslu ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Þá verður enginn greinarmunur gerður á bólusettum og óbólusettum en öllum breskum ferðalöngum verður gert að einangra sig í tvær vikur við komu til Þýskalands. Þetta kemur fram í frétt Deutsche Welle.

Frakkar hafa einnig takmarkað komu breskra ferðalanga mjög a en Bretum er óheimilt að ferðast þangað til Frakklands, nema brýna nauðsyn beri til.

Bretar eru í töluverðum vandræðum með útbreiðslu faraldursins en tugir þúsunda greinast með veiruna þar í landi á degi hverjum og yfir tíu þúsund hafa greinst með nýja afbrigðið, ómíkron, í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×