Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 12:31 Kim Potter heldur því fram að hún hafi ætlað að beita rafbyssu þegar hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl. AP Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur. Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16