Erlent

Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd

Kjartan Kjartansson skrifar
Derek Chauvin var dæmdur í 22 og hálfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana í maí í fyrra.
Derek Chauvin var dæmdur í 22 og hálfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana í maí í fyrra. EPA/Lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu

Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið.

Kviðdómur sakfelldi Chauvin, sem er hvítur, fyrir manndráp á Floyd, sem var svartur. Drápið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Það varð kveikjan að bylgju mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem náði langt út frá Bandaríkin.

Í greinargerð sem Chauvin lagði fram til stuðnings áfrýjuninni gagnrýndi hann fjórtán atriði við saksóknina gegn sér, þar á meðal að kröfu hans um að flytja réttarhöldin hafi verið hafnað. Þá gagnrýnir hann að réttarhöldin hafi ekki verið ógilt vegna þess sem hann segir misferli kviðdómenda, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Einnig krefst Chauvin þess að áfrýjuferlið verði sett á ís tímabundið á meðan Hæstiréttur Minnesota tekur afstöðu til þess hvort að rétt hafi verið að neita honum um skipaðan verjanda í áfrýjuninni. Segist Chauvin án lögmanns og að hann hafi engar tekjur til að greiða fyrir lögfræðiþjónustu. Samband lögreglumanna í Minnesota hafi greitt fyrir málsvörn sína en það hafi hætt að greiða fyrir lögfræðiþjónustu eftir að hann var sakfelldur og gerð refsing.


Tengdar fréttir

Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.