Erlent

Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hin margumrædda mynd.
Hin margumrædda mynd. Twitter/Thomas Massie

Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn.

Þykir myndbirtingin einstaklega ósmekkleg, ekki síst í ljósi þess að þingmaðurinn birti myndina aðeins nokkrum dögum eftir að fjórir unglingar voru myrtir í skotárás í framhaldsskóla í Michigan.

„Gleðileg jól! Ps. Jólasveinn, vinsamlegast færðu okkur skotfæri,“ tísti Massie með myndinni.

Á myndinni má sjá þingmanninn og sex aðra einstaklinga halda á skotvopnum sem líkjast vélbyssum og hálfsjálfvirkum byssum en samkvæmt erlendum miðlum mega aðeins hermenn, lögreglumenn og einstaklingar sem hafa fengið sérstakt leyfi eiga og bera vopn af þessu tagi.

„Það eru ekki allir í Kentucky ónærgætnir fávitar, ég lofa,“ sagði John Yarmuth, þingmaður Demókrataflokksins, um myndbirtinguna.


Tengdar fréttir

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×