Erlent

Íbúar flýja undan öskufalli úr Semeru

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íbúar úr bæjum nálægt eldfjallinu hafa flúið heimili sín frá því í morgun.
Íbúar úr bæjum nálægt eldfjallinu hafa flúið heimili sín frá því í morgun. AP Photo/Rokhmad

Íbúar á indónesísku eyjunni Java flýja nú heimili sín eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu en þetta er annað eldgosið á eyjunni á aðeins nokkrum mánuðum. 

Eldfjallið er það hæsta á eyjunni og liggur nú öskumökkur yfir eyjunni. Fólk flúði heimili sín í snarhasti en ekki er vitað um nokkuð mannfall vegna gossins. Fjallið gaus skyndilega í morgun og eru nokkrir aðliggjandi bæir þegar þaktir ösku. 

Eldgosinu hefur fylgt þrumuveður og mikið úrfell sem hefur gert aðstæður enn verri. Vegna öskunnar hafa vegir og árfarvegir breyst í drullusvað og vitað er um minnst eina brú sem féll saman vegna drullunnar. Brúin tengdi bæina Pronojiwo og Candipuro en eyðilegging hennar hefur hægt á flótta íbúanna. 

Jarðskjálftar og eldgos eru mjög algeng á Indónesíu og eru til að mynda 45 eldfjöll á Java einni flokkuð sem virk eldfjöll. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×