Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 23:42 Nemendur faðmast við minnisvarða við framhaldsskólann þar sem fjórir voru skotnir til bana í gær. AP/Paul Sancya Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43