Guardiola: Jack Grealish hefur spilað betur en hann heldur sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:00 Jack Grealish í leik með Manchester City í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Manchester City eyddi metpening í enska landsliðsmanninn Jack Grealish í haust og hefur ekki alveg skilað tölum í takt við kaupverðið. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er samt ánægðari með hann en sumir myndu búast við. Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira