Guardiola: Jack Grealish hefur spilað betur en hann heldur sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:00 Jack Grealish í leik með Manchester City í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Manchester City eyddi metpening í enska landsliðsmanninn Jack Grealish í haust og hefur ekki alveg skilað tölum í takt við kaupverðið. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er samt ánægðari með hann en sumir myndu búast við. Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira