Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 20:23 Emma Coronel þegar hún mætti í alríkisdóm í New York í febrúar árið 2019. AP/Mark Lennihan Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila