Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 20:23 Emma Coronel þegar hún mætti í alríkisdóm í New York í febrúar árið 2019. AP/Mark Lennihan Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent