Erlent

Eigin­kona El Chapo hand­tekin í Banda­ríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 31 árs Emma Coronel Aispuro var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Myndin er frá 2019.
Hin 31 árs Emma Coronel Aispuro var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Myndin er frá 2019. AP/Seth Wenig

Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli.

Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. 

Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017.

Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni.

Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu.

Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána.


Tengdar fréttir

El Chapo í lífstíðarfangelsi

Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.