Pepsi Max deild karla á að byrja um páskana samkvæmt fyrstu drögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:01 Víkingar fagna Íslandsmeistaratitli sínum. Vísir/Hulda Margrét Fyrstu drög af Pepsi Max deildinni sýna að mjög sérstakt Íslandsmót er framundan í fótboltanum. Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira