Pepsi Max deild karla á að byrja um páskana samkvæmt fyrstu drögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:01 Víkingar fagna Íslandsmeistaratitli sínum. Vísir/Hulda Margrét Fyrstu drög af Pepsi Max deildinni sýna að mjög sérstakt Íslandsmót er framundan í fótboltanum. Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira