Forsetanum aldraða var rúllað inn í glerkassann af heilbrigðisstarfsmanni í svokölluðum covidgalla áður en athöfnin byrjaði.
Hann smitaðist af kórónveirunni í síðustu viku eftir að hafa legið inni á spítala af ótengdum ástæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins. Zeman er 77 ára að aldri og þjáist af sykirsýki auk þess sem hann er sagður mikill reykingamaður.

Ætlar að mynda ríkisstjórnina sjálfur
Þrátt fyrir að forsætisráðherra Tékklands fari með umboð til ríkisstjórnunarmyndunar, samkvæmt ríkisstjórn landsins, tilkynnti Zeman innan úr glerkassanum að hann myndi verja næstu vikum í að handvelja ríkisstjórnina.
Petr Fiala tekur við ráðherrastólnum af hinum umdeilda Andrej Babis, en flokkur hans tapaði nýafstöðnum kosningum óvænt fyrir kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar.