Erlent

Veitti stjórnar­myndunar­um­boð innan úr gler­kassa

Árni Sæberg skrifar
Forsetinn virtist í góðu skapi miðað við aðstæður.
Forsetinn virtist í góðu skapi miðað við aðstæður. Roman Vondrous/AP

Milos Zeman, forseti Tékklands, veitti Petr Fiala umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag. Það þurfti hann að gera innan úr glerkassa þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.

Forsetanum aldraða var rúllað inn í glerkassann af heilbrigðisstarfsmanni í svokölluðum covidgalla áður en athöfnin byrjaði.

Hann smitaðist af kórónveirunni í síðustu viku eftir að hafa legið inni á spítala af ótengdum ástæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins. Zeman er 77 ára að aldri og þjáist af sykirsýki auk þess sem hann er sagður mikill reykingamaður.

Athöfnin var ekki með hefðbundnu sniði.Roman Vondrous/AP

Ætlar að mynda ríkisstjórnina sjálfur

Þrátt fyrir að forsætisráðherra Tékklands fari með umboð til ríkisstjórnunarmyndunar, samkvæmt ríkisstjórn landsins, tilkynnti Zeman innan úr glerkassanum að hann myndi verja næstu vikum í að handvelja ríkisstjórnina.

Petr Fiala tekur við ráðherrastólnum af hinum umdeilda Andrej Babis, en flokkur hans tapaði nýafstöðnum kosningum óvænt fyrir kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.