Enski boltinn

Telja að koma Rangnick gefi þeim aukna möguleika á að fá Haaland

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ralf Rangnick fékk Erling Braut Halland til RB Salzburg fyrir tveimur árum.
Ralf Rangnick fékk Erling Braut Halland til RB Salzburg fyrir tveimur árum. Boris Streubel/Getty Images

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa trú á því að koma Ralf Rangnick til félagsins auki möguleika þeirra á að fá norska framherjann Erling Braut Haaland frá Dortmund í sínar raðir næsta sumar.

Rangnick fékk Haaland til RB Salzburg árið 2019 þegar hann var yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull liðunum tveim, Salzburg og Leipzig.

Talið er líklegt að Dortmund muni selja Haaland næsta sumar, en þá tekur klásúla í samningi hans gildi. Samkvæmt klásúlunni mát Haaland yfirgefa félagið fyrir 63 milljónir punda.

Þá þykir einnig líklegt að flest af stærstu liðum heims muni berjast um framherjann unga. Þar á meðal er talið að Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain muni reyna að lokka Norðmanninn til sín.

Forráðamenn United telja þó að þeir hafi ás upp í erminni þegar Rangnick kemur til félagsins, en hann verður að öllum líkindum kynntur sem bráðabirgðarstjóri liðsins í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.