Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.
Ránið átti sér stað þegar Kardashian sótti tískuvikuna í París. Að minnsta kosti tveir réðust inn í íbúð Kardashian, ógnuðu henni með byssu, bundu og kefluðu á meðan ræningjar létu greipar sópa. AP News greinir frá.
Ræningjarnir stálu skartgripum að andvirði tíu milljóna evra áður en þeir komust burt á reiðhjólum. Sá, sem grunaður er um að hafa skipulagt ránið, bað Kardashian skriflega afsökunar og sagðist sjá eftir glæpnum og þeim skaða sem hann hafi valdið.
Ránið tók skiljanlega mikið á raunveruleikastjörnuna en hún dró sig úr sviðsljósinu í nokkurn tíma í kjölfarið.
„Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári.
Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.