Kim Kardashian barðist við tárin hjá Ellen: „Var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2017 15:30 Tók mjög á fyrir Kim að mæta í viðtalið. „Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33
„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15
Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13