Kim Kardashian barðist við tárin hjá Ellen: „Var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2017 15:30 Tók mjög á fyrir Kim að mæta í viðtalið. „Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
„Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33
„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15
Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13