Um er að ræða mót þar sem tólf lið af Norðurlöndum leika til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
Scandinavian League 2022 pic.twitter.com/ujLiqdrymb
— Scandinavian League (@CupCosta) November 22, 2021
KA mun leika í C-riðli og hefur leik 26. janúar með leik gegn norska liðinu Start. KA mun einnig leika gegn HJK Helsinki frá Finnlandi og svo þriðja liði sem enn á eftir að staðfesta hvert verður.
Víkingur er í riðli með Jerv frá Noregi, Lahti frá Finnlandi og Mjällby frá Svíþjóð. Í þriðja riðlinum eru svo lið Argir frá Færeyjum, Örebro frá Svíþjóð, Hobro frá Danmörku og Ilves frá Finnlandi.
Fjögur lið komast áfram í undanúrslit og mótinu lýkur svo með úrslitaleik 5. febrúar.