Íslenski boltinn

Víkingur og KA í Skandinavíudeild

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar hefja nýtt knattspyrnuár í sólinni á Spáni.
Víkingar hefja nýtt knattspyrnuár í sólinni á Spáni. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Um er að ræða mót þar sem tólf lið af Norðurlöndum leika til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.

KA mun leika í C-riðli og hefur leik 26. janúar með leik gegn norska liðinu Start. KA mun einnig leika gegn HJK Helsinki frá Finnlandi og svo þriðja liði sem enn á eftir að staðfesta hvert verður.

Víkingur er í riðli með Jerv frá Noregi, Lahti frá Finnlandi og Mjällby frá Svíþjóð. Í þriðja riðlinum eru svo lið Argir frá Færeyjum, Örebro frá Svíþjóð, Hobro frá Danmörku og Ilves frá Finnlandi.

Fjögur lið komast áfram í undanúrslit og mótinu lýkur svo með úrslitaleik 5. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×