Veður

Vaxandi norðan­átt í kvöld og stormur norðan­til í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Um kvöldið bætir í vind, verður vaxandi norðanátt og fer að snjóa um landið norðanvert.
Um kvöldið bætir í vind, verður vaxandi norðanátt og fer að snjóa um landið norðanvert. Vísir/Tryggvi Páll

Spáð er fremur hægum vindi í dag, en norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Víða verður él á landinu og hiti nálægt frostmarki.

Um kvöldið bætir í vind, verður vaxandi norðanátt og fer að snjóa um landið norðanvert. Má reikna með hvassviðri eða stormi og hríð í nótt, en úrkomulitlu veðri sunnan heiða.

„Minnkandi norðanátt á morgun og él á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig.

Snýst í suðvestan 5-13 annað kvöld með éljum vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan 15-23 m/s um morguninn og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan heiða. Dregur síðan úr vindi og styttir upp, en hvöss norðvestanátt á A-landi fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig. Snýst í suðvestan 5-13 um kvöldið með éljum V-lands.

Á fimmtudag: Vestlæg eða breytileg átt 8-15 og víða rigning eða snjókoma, hiti 0 til 6 stig. Norðan 13-20 og él um kvöldið, en styttir upp S-lands. Kólnandi veður.

Á föstudag: Minnkandi norðanátt. Víða léttskýjað á S- og V-landi, en él N- og A-lands fram eftir degi. Frost 2 til 10 stig.

Á laugardag: Suðvestlæg átt og dálítil snjókoma með köflum. Frost 0 til 8 stig, en hlánar við SV- og V-ströndina.

Á sunnudag: Breytileg átt og smávæta, en lítilsháttar snjókoma og vægt frost á N- og A-landi.

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en rigning eða slydda S-lands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.